9D Breathwork Online námskeið
9D Breathwork námskeið kennt á Zoom 5. janúar - 9. febrúar 2026. Frír prufutími 4. jan kl 20:00
Available spots
Service Description
Sex vikna online 9D Breathwork netnámskeið. Frábært að byrja árið á kraftmikilli vinnu og sjálfeflingu. Við hittumst á Zoom á mánudögum kl 20:00 og förum saman í gegnum ferðalag vikunnar. Allir tímar eru teknir upp og þátttakendur fá link að upptöku af hverjum tíma sem er virkur í 30 daga. Það er því hægt að hlusta aftur og aftur. Verkefnablöð til íhugunar og úrvinnslu verða aðgengileg eftir hvern tíma sem hver og einn gerir fyrir sig. Solla er alltaf til staðar ef þátttakendur þurfa á auka stuðningi að halda. Á námssvæðingu verður einnig boðið upp á styttri aukaferðalög. Dagsetningar og ferðalög: 5. jan - Kynning. Kraftmikið ferðalag "You are enough" 12. jan - Ró fyrir taugakerfið með ferðalaginu "Anchor to presence" 19. jan - Kraftmikið ferðalag "Unleash your power" 26. jan - Ró fyrir taugakerfið með ferðalaginu "Down regulation and regeneration# 2. feb - Kraftmikið ferðalag Abundance and self trust" 9. feb - Kraftmikið ferðalag Letting go and moving on Hvað er 9D Breathwork: 9D Breathwork er byltingarkennt öndunarferðalag sem sameinar nokkrar aðferðir í eitt kraftmikið ferli. Hannað til þess að hjálpa fólki að losa um fastar tilfinningar, losa út gömul áföll, ná dýpra inn í undirvitundina og styrkja tengsl sín við líkama, huga og sál. Ferðalagið gefur þátttakendum færi á að fara í djúpa sjálfskoðun, skoða ýmis ómeðvituð viðhorf og sögur í kollinum sem halda aftur af þeim, losa um uppsafnaðar tilfinningar, finna fyrir meira þakklæti og gleði fyrir lífinu. Aðferðin hefur einnig reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi. Grunnurinn er sérstök öndunartækni sem virkjar líkamann og taugakerfið, eykur súrefnisflæði og hjálpar líkamanum að losa um bældar tilfinningar og spennu. 9D er hljóðferðarlag og vísar til þess að hljóðið kemur úr öllum áttum, nær yfir níu lög eða víddir meðvitundar , frá líkamlegri og tilfinningalegri upplifun í djúpa andlega vídd. Hljóðin eru m.a. sett saman með binaural beats sem hjálpa við að koma jafnvægi á milli heilahvelanna, tónlist, tíðni sem hjálpar við að jafna líkamskerfin og hægja á bylgjulengd heilans í tíðini sem er tengd djúpslökun og svefntíðni heilans. Þannig kemst fólk enn dýpra í upplifun sinni í ferðalaginu og hefur möguleika á að byrja að losa sig úr fjötrum áfalla, byggja upp nýja sýn og dýpri skilning á sjálfum sér, finna nýjan tilgang og vera meira til staðar í lífinu. Ferðalögin eru leidd á ensku. Leyfðu þér að fara af styrk og krafti inn í nýtt ár, það gamla út, það nýja inn !!
Upcoming Sessions
Contact Details
Hólaland 18, Stöðvarfjörður, Iceland
8658184
jogasolla@gmail.com
