Hvað er 9D Breathwork ?
- Solla

- 6 days ago
- 3 min read
Örstutt frá mér. Eftir minn fyrsta 9D Breathwork tíma hugsaði ég " Í hverju lenti ég" því ég hafði aldrei upplifað eins mikla og góða losun á uppsöfnunum tilfinningum og spennu og í þessum kynningartíma. Ég kynntist 9D á netnámskeiði og mér fannst frábært að geta gert æfingarnar heima í mínu öryggi. Fljótlega kom upp sú hugsun að gaman væri að læra að verða 9D leiðbeinandi og hér er ég í dag, orðin 9D Breathwork leiðbeinandi og hlakka til að kynna þetta magnaða öndnarferðalag fyrir sem flestum. Kíktu á þetta hér að neðan og hafðu samband ef þú vilt vita meira því ég býð upp á:
Einstaklingstíma, á netinu og í persónu (Á Austurlandi)
Hópatíma, á netinu og í persónu (Á Austurlandi)
Námskeið á netinu og í persónu (á Austurlandi)
Ég sérsníð tíma fyrir einstaklinga og hópa eftir þörfum.
Hvað er 9D Breathvork?
9D Breathwork er byltingarkennt öndunarferðalag sem sameinar nokkrar meðferðar aðferðir í eitt kraftmikið ferli. Hannað til þess að hjálpa fólki að losa um fastar tilfinningar, losa út gömul áföll, ná dýpra inn í undirvitundina og styrkja tengsl sín við líkama, huga og sál.
Ferðalagið gefur þátttakendum færi á að fara í djúpa sjálfskoðun, skoða ýmis ómeðvituð viðhorf og sögur í kollinum sem halda aftur af þeim, losa um uppsafnaðar tilfinningar, finna fyrir meira þakklæti og gleði fyrir lífinu. Aðferðin hefur einnig reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi.
Grunnurinn er sérstök öndunartækni sem virkjar líkamann og taugakerfið, eykur súrefnisflæði og hjálpar líkamanum að losa um bældar tilfinningar og spennu.
9D er hljóðferðarlag og vísar til þess að hljóðið kemur úr öllum áttum, nær yfir níu lög eða víddir meðvitundar - frá líkamlegri og tilfinningalegri upplifun í djúpa andlega vídd.
Hljóðin eru m.a. sett saman með binaural beats sem hjálpa við að koma jafnvægi á milli heilahvelanna, tónlist, tíðni sem hjálpar við að jafna líkamskerfin og hægja á bylgjulengd heilans í lægri tíðini sem er tengd djúpslökun og svefntíðni heilans. Þannig kemst fólk enn dýpra í upplifun sinni í ferðalaginu og hefur möguleika á að byrja að losa sig úr fjötrum áfalla, byggja upp nýja sýn og dýpri skilning á sjálfum sér, finna nýjan tilgang og vera meira til staðar í lífinu og efla sig og styrkja.
Í ferðalaginu er rödd sem leiðir þig á ensku alla leið og styrkir þig við ferlið ásamt dáleiðandi hvatningu allan tímann. Tónlistin er sérstaklega hönnuð til þannig að hún passi við það sem unnið er með hverju sinni. Allt sameinað til að þú finnir öryggi í aðstæðunum. Einstakt ferðalag sem sameinar huga, líkama og sál og sem flestir sem áhuga hafa á að rækta sig og efla ættu að prófa og upplifa.
Varnaðarorð
Athugið
Öndunartæknin í 9D öndun er holl fyrir flesta og til góðs, ef hún er gerð á réttan hátt. Í einhverjum tilfellum er ekki óhætt að stunda æfingarnar og stundum þarf að breyta tækninni til að tryggja að þær séu öruggar. Ófrískum konum er ekki óhætt að fara í 9D.
Ef eitthvað eftirtalið á við þig, hafðu þá samband við mig áður en þú skráir þig í tíma eða á námskeið til að tryggja að þú upplifir þig örugga/n þegar tíminn byrjar:
Sterk kvíðaviðbrögð
Hjarta- og æðasjúkdómar
Lungnasjúkdómar
Heilablóðföll
Flogaveiki eða aðrir taugasjúkdómar
Sterk lyfjameðferð
Alvarleg andleg veikindi
Þetta er ekki tæmandi listi og ef þú ert ekki viss um að 9D henti þér, mæli ég með því að þú hafir samband við mig og fáir nánari upplýsingar eða leitir álits læknis áður en þú kemur í tímann.




Comments