top of page
Search
  • Solla

Yoga Nidra

Yoga Nidra verður sífellt vinsælla og fleiri og fleiri eru að átta sig á hversu frábær leið það er til að láta sér líða vel.


Yoga Nidra er mjög öflug slökunar og hugleiðslutækni sem leidd er á markvissan hátt eftir ákveðinni forskrift af kennaranum.

Athyglin fer inn á við og við svífum á milli vöku og svefns. Andardrátturinn kemst í jafnvægi, yfir hann færist kyrrð og við finnum djúpa meðvitund. Markmiðið er að róa hugann, ná djúpri slökun sem vinnur djúpt inn í kerfið okkar.


Yoga Nidra á rætur langt aftur og var nútímavætt og þróað af Swami Satyananda Saraswati. Oft kallað jógískur svefn því Nidra merkir svefn en samt sem áður er viðkomandi vakandi. Hann fer djúpt inn á við og þetta er öflug leið til að draga úr streitu og alls kyns hugarangri. Einfaldlega til að hjálpa okkur að líða vel í okkar hraða samfélagi þar sem við gleymum okkur sjálfum gjarnan þar til allt er komið í þrot og brennum kertið okkar hratt.


Í Yoga Nidra liggur nemandinn á dýnu og notar allan þann stuðning sem hann þarf svo honum líði sem best meðan æfingin varir. Stundum eru gerðar stuttar æfingar á undan því þá er líkaminn og hugur enn móttækilegri fyrir slökuninni. Hver Yoga Nidra æfing getur verið um 30-60 mínútur, jafnvel lengri og það fer eftir kennurum og aðstæðum hverju sinni en styttri æfingar eru stundum notaðar í lok venjulegs jógatíma.

Mér þykir frábært að gera Yoga Nidra eftir góðan göngutúr til dæmis.

Yoga Nidra er bæði kennt í sal, á netnámskeiðum og víða er hægt að nálgast stakar æfingar á netinu til að gera reglulega heima.


Ég er að opna á þann möguleika að fólk geti keypt stakar æfingar hjá mér og námskeið sem það getur farið í gegnum á eigin hraða. Það kemur hér inn á síðuna smátt og smátt. Ég hvet þig til að prófa á eigin skinni.

Yoga Nidra hjálpar mér mjög mikið í dagsins önn til að róa taugakerfið mitt sem á það til að verða of þanið. Á erfiðum stundum í lífinu hefur það verið minn björgunarhringur til að ná að vinna mig í gegnum skaflana.

Enn og aftur.... ég hvet þig til að prófa.
26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page